Hoppa yfir valmynd

VEGNA UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU 2024

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vekur athygli á því að sendiráðið verður opið á morgun, laugardaginn 23. nóvember milli kl. 10-15 vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Þriðjudaginn 26. nóvember verður opið frá kl. 9-19.
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd, helst íslensku vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.
Við vekjum sérstaka athygli á því að þau atkvæði sem greidd verða eftir mánudaginn 25. nóvember kl. 10:00, verða send til Íslands með almennum pósti svo ekki er hægt að tryggja að þau berist í rétta kjördeild í tæka tíð.
Kjósendur geta þó komið atkvæði sínu til skila með öðrum hætti.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics