Hoppa yfir valmynd

Matvælaráðherra heimsótti Matvælastofnun

F.v. Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla, Björn Helgi Barkarson skrifstofustjóri sjálfbærni, Ása Þórhildur Þórðardóttir skrifstofustjóri landbúnaðar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Bjarki Hjörleifsson aðstoðarmaður ráðherra, Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri MAST, Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri, Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir og Erna Reynisdóttir sviðsstjóri. - myndDL

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra heimsótti Matvælastofnun (MAST) á ferð sinni um Suðurland nýverið.

Í heimsókninni fékk ráðherra kynningu á starfsemi MAST og fundaði því samhliða með forstjóra og sérfræðingum um þau verkefni og þær áskoranir sem við blasa í starfseminni.

MAST vinnur að matvælalöggjöf sem varðar heilbrigði og velferð dýra, þ.m.t. sjávarafurða, plöntuheilbrigði, fóðri, vinnslu og dreifingu þar til matur er borinn á borð neytenda. Stofnunin fer einnig með eftirlit með frumframleiðslu búfjárafurða, sláturhúsum, kjötvinnslum, mjólkurbúum og eggjaframleiðslu, eftirlit með sjávarafurðum og allt inn- og útflutningseftirlit með matvælum. Að auki fer MAST með yfirumsjón með matvælaeftirliti á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og eftirlit með störfum dýralækna sem veita almenna dýralæknaþjónustu og öðrum sem sinna heilbrigðisþjónustu við dýr.

„Hlutverk Matvælastofnunar hefur farið vaxandi síðustu ár og kröfur til stofnunarinnar hafa aukist til muna“ sagði matvælaráðherra. „Sú þjónusta og sú þekking sem þar er að finna er nauðsynleg okkar samfélagi og því gleðiefni að ný gjaldskrá fyrir stofnunina hafi verið samþykkt nýverið og styðji við bakið á því mikilvæga starfi sem þar er unnið“


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics