Íslensk tónlist í öndvegi í París
Íslensk tónlist var í öndvegi í glæsilegum húsakynnum Fílharmóníuhljómsveitar Parísar um helgina. Uppselt var á alla tónleika dagskrárinnar, en fram komu m.a. Ólafur Arnalds og Hugar, hljómsveitin Amiina, Valgeir Sigurðsson og aYia. Ábreiður af breiðskífum Bjarkar Guðmundsdóttur voru fluttar af Jazzsveit Tom Herbert og hljómsveitinni Stargaze.
Dagskráin bar yfirskriftina Week-end Islande og ríkti almenn ánægja með alla viðburðina.