Hoppa yfir valmynd

Lokaúttekt lýsir umtalsverðum árangri í Buikwe héraði

Börn í Buikwe. Ljósmynd: gunnisal - mynd

„Stuðningur Íslands hefur stuðlað að umbyltingu hvað varðar aðgengi að vatni, hreinlætismálum og menntun barna í samfélögum Buikwe héraðs við strendur Viktoríuvatns en rík áhersla er lögð á mikilvægi þess að hlúa að verkefnaþáttum sem tryggja sjálfbærni til framtíðar í áframhaldandi starfi Íslands á svæðinu,“ segir meðal annars í lokaúttekt á öðrum áfanga byggðaþróunarverkefnis Íslands í Buikwe í Úganda.

Meginþungi þróunarsamvinnu Íslands í Úganda byggir á svonefndri héraðsnálgun þar sem unnið er í náinni samvinnu við héraðsyfirvöld. Öðrum áfanga byggðaþróunarverkefnis Íslands í Buikwe héraði er nýlokið og nýr áfangi að hefjast. Verkefnastoðir eru tvær, annars vegar er samvinna á sviði menntamála og hins vegar á sviði vatns- og hreinlætismála. Markmið byggðaþróunarverkefnisins er að bæta lífsskilyrði og velferð almennings í tuttugu samfélögum á bökkum Viktoríuvatns. Stuðningur beindist til fjögurra hreppa innan Buikwe héraðs, Najja, Ngogwe, Nyenga og Ssi Bukunja á tímabilinu 2018 til 2022.

Um 26 þúsund manns nutu góðs af vatns- og hreinlætisverkefninu með aðgengi að heilnæmu vatni. Í menntaverkefnum voru 87 skólastofur og 19 skrifstofur byggðar í 19 skólum. Auk þess voru 92 skólastofur endurnýjaðar og 21 íbúð byggð fyrir starfsfólk skóla. Þá voru fjórar rannsóknarstofur byggðar og þær voru einnig útbúnar tækjum. Salernisaðstöðu var komið upp í níu skólum og 21 skólaeldhús byggt. Nemendur fengu í hendur tæplega 24 þúsund námsbækur í grunngreinum.

Á verkefnatímanum nam umfang verkefna um 320 milljónum íslenskra króna í vatns- og hreinlætisverkefnum og um 870 milljónum íslenskra króna í menntaverkefnum.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
    Sólþurrkaður fiskur á trönum í einu af fiskisamfélögunum við Viktoríuvatn. Ljósmynd: gunnisal

Tags

4. Menntun fyrir öll
6. Hreint vatn og hreint
17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

6. Hreint vatn og hreint

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics