Ný Þekkingarmiðstöð þróunarlanda á Íslandi starfrækt undir merkjum UNESCO
Á fundi vísindanefndar UNESCO fyrr í þessari viku samþykktu aðildarríki stofnunarinnar að nýstofnuð Þekkingarmiðstöð þróunarlanda á Íslandi geti starfað undir merkjum UNESCO. Að því tilefni flutti Sæunn Stefánsdóttir, formaður íslensku UNESCO landsnefndarinnar ávarp þar sem hún kynnti til leiks Jafnréttisskólann, Jarðhitaskólann, Landgræðsluskólann, og Sjávarútvegsskólann, sem munu starfa saman undir hinni nýju miðstöð. Á fundinum kallaði hún einnig eftir því að UNESCO einbeiti sér enn frekar að landgræðslu, jafnréttismálum, málefnum hafsins og jarðvísinum í starfi sínu næstu árin.