Hoppa yfir valmynd

Tillögur að landsáætlun í skógrækt og landgræðsluáætlun samræmdar í matvælaráðuneytinu

Ráðherra gefur eigi sjaldnar en á fimm ára fresti út landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Í áætlununum tveimur skal kveðið á um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt með hliðsjón af markmiðum laga um skóga og skógrækt og laga um landgræðslu.

Verkefnisstjórnir um gerð landsáætlunar í skógrækt og landgræðsluáætlunar hafa unnið að gerð tillagna síðan um mitt ár  2019 og hafa skilað tillögum að þessum tveimur áætlunum. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar áætlanir eru unnar samkvæmt lögum. Tillögurnar  hafa verið kynntar opinberlega ásamt umhverfismati og fylgja með samantektir á helstu athugasemdum og viðbrögðum við þeim. Minnihlutaálit barst ráðuneytinu frá verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt.

Verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar var þannig skipuð:

Árni Bragason, landgræðslustjóri, formaður, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir  sveitastjórnarfulltrúi,  tilnefnd  af  Sambandi  íslenskra  sveitarfélaga, Guðrún Tryggvadóttir frá Bændasamtökum Íslands, Ása L. Aradóttir prófessor og Tryggvi Felixson  auðlindahagfræðingur. Í mars árið 2020 tók Oddný Steina Valsdóttir sæti Guðrúnar Tryggvadóttur. Guðmundur Halldórsson sérfræðingur og Þórunn W. Pétursdóttir sviðsstjóri unnu með verkefnisstjórninni.

Verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt var þannig skipuð:

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, formaður, Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur, Maríanna Jóhannsdóttir skógarbóndi, Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur, Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, tilnefnd af SÍS. Ritarar verkefnisstjórnar voru Hreinn Óskarsson og Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingar.

Samkvæmt lögum skal ráðherra samræma landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt og er nú unnið að því í matvælaráðuneytinu. 

Tags

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
15. Líf á landi
14. Líf í vatni

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

15. Líf á landi

14. Líf í vatni

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics