Hoppa yfir valmynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr Glókolli

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Glókolli – styrkjum til verkefna og viðburða á málefnasviðum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Glókollsstyrkir geta numið allt að einni milljón króna fyrir hvert verkefni en þeir eru ætlaðir til verkefna og viðburða á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta, netöryggis og upplýsingasamfélags. Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is og allar frekari upplýsingar um styrkina er að finna á sérstakri Glókolls-síðu á vef Stjórnarráðsins. Upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið má finna í úthlutunarreglum.

Opið er fyrir umsóknir allt árið um kring en styrkir eru veittir tvisvar sinnum á ári. Stefnt er að því að fyrsta styrkveiting fari fram 1. desember nk. og þurfa umsóknir um styrki úr þeirri úthlutun að berast fyrir 1. nóvember. Umsóknir sem berast eftir þann dag verða teknar til greina fyrir næstu úthlutun sem mun eiga sér stað á vormánuðum 2023.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics