Hoppa yfir valmynd

Nýjar reglur um aðfaranám í háskólum

Aðfaranám er nám ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið tilskyldu framhaldsskólanámi til að geta hafið nám í háskóla. Reglur um aðfaranám hafa verið til endurskoðunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og nú hafa verið birtar nýjar reglur þess efnis. Markmið endurskoðunarinnar var að einfalda regluverk um aðfaranám og skýra ábyrgð og réttindi er því tengist. Í nýjum reglum er meðal annars fjallað um ábyrgð háskóla, einingafjölda náms, aldur nemenda og skipulag námsins.

Nýju reglurnar má lesa hér.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics