Hoppa yfir valmynd

Lilja fundaði með Douglas Jones

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Douglas Jones undirráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu og Evrasíu, funduðu um málefni norðurslóða og samstarf landanna ásamt Geir Oddssyni ræðismanni Íslands í Grænlandi. Fundurinn var hluti af ferð ráðherra á Grænlandsþing Hringborðs norðurslóða sem fór fram um helgina í Nuuk á Grænlandi. 

Á fundinum var ræddu þau um mikilvægi áframhaldandi góðrar samvinnu þjóðanna, um tækifæri á Norðurslóðum og í því samhengi hvernig þjóðirnar geta stutt við sjálfbæra uppbyggingu í Grænlandi. Þá var innrás Rússa í Úkraínu einnig rædd. 

 

,,Ísland og Bandaríkin hafa átt farsælt viðskipta- og stjórnmálasamband í gegnum tíðina. Það er mikilvægt að auka samvinnu okkar á alþjóðavettvangi á grundvelli sameiginlegra hagsmuna og gilda,” sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra eftir fundinn.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics