Hoppa yfir valmynd

Matvælaþing haldið í Hörpu 22. nóvember

Skráning á þingið.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar til matvælaþings sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu 22. nóvember nk.

Á þinginu mun matvælaráðherra kynna drög að nýrri matvælastefnu ráðuneytisins, en þinginu er ætlað að vera vettvangur samræðu og rýni hagaðila um stefnuna. Á þinginu er því stefnt undir eitt þak þeim fjölmörgu og ólíku starfsgreinum sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi.

Auk erindis matvælaráðherra munu þau Olga Trofimtseva fyrrum landbúnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland flytja erindi.

Olga Trofimtseva er úkraínsk stjórnmálakona, stjórnandi og doktor í landbúnaðarvísindum.
Hún hefur yfirgripsmikla reynslu af stjórnun landbúnaðarmála í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vettvangi. Stríðið í Úkraínu hefur gjörbreytt heimsmyndinni, og hafa íbúar landsins og stjórnkerfi þurft að takast á við nýjan veruleika hvað varðar fæðuöryggi og aðfangakeðjur.

Markmið samtakanna Nourish Scotland sem Pete Ritchie stýrir er að tryggja aðgang allra að næringarríkum mat á viðráðanlegu verði. Einnig að framleiðsla og dreifing matvæla sé unnin af umhyggju fyrir jarðvegi, loftslagi og lífríkinu og matvælaframleiðendur, dreifingaraðilar og neytendur deili yfirráðum yfir matvælakerfinu. Samtökin leggja og áherslu á að Skotar rækti meira af því sem þeir borða, og borði meira af því sem þeir rækta.

Á þinginu verða fjölbreyttar pallborðsumræður þar sem m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Halla Logadóttir orkumálastjóri og Þórólfur Guðnason fyrrum sóttvarnalæknir munu taka þátt. Stjórnandi ráðstefnunnar er Brynja Þorgeirsdóttir.

Að matvælaþingi loknu mun ráðuneytið vinna úr þeirri umræðu sem á sér stað á þinginu áður en matvælastefnan verður sett í samráðsgátt stjórnvalda. Í kjölfarið verður unnin þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi.

Hægt er að skrá sig til þáttöku á þingið hér.

Tags

3. Heilsa og vellíðan
2. Ekkert hungur
8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
14. Líf í vatni
15. Líf á landi
17. Samvinna um markmiðin
12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

2. Ekkert hungur

8. Góð atvinna og hagvöxtur

9. Nýsköpun og uppbygging

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

14. Líf í vatni

15. Líf á landi

17. Samvinna um markmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics