Hoppa yfir valmynd

Svandís Svavarsdóttir tekin við af Kristjáni Þór Júlíussyni

Ráðherraskipti urðu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Kristjáni Þór Júlíussyni.

Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað ítarlega um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þar eru meðal annars sett fram metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla á grundvelli öflugrar innlendrar matvælaframleiðslu. Einnig er fjallað um mikilvægi grænna skrefa í sjávarútvegi og að móta þurfi heildstæða stefnu um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku í fiskeldi. Þá sé mikilvægt að huga og hlúa að nýsköpun og framþróun á neytendamarkaði.

„Matvælaframleiðsla, landbúnaður og sjávarútvegurinn eiga sér djúpar rætur í samfélaginu og hafa jafnframt mikið fram að sækja þegar við horfum til nýsköpunar og þróunar en einnig loftslagsmála,“ segir Svandís. „Verkefnin eru áhugaverð og spennandi og nú er að bretta upp ermarnar og fara í það sem framundan er.“

Tags

17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

15. Líf á landi

14. Líf í vatni

9. Nýsköpun og uppbygging

8. Góð atvinna og hagvöxtur

2. Ekkert hungur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics