Hoppa yfir valmynd

Ný kynslóð íslenskra myndlistarmanna kynnt í París

Concerta Girl 2023 eftir Arnar Ásgeirsson - mynd
Ferðasýningin Outside Looking In, Inside Looking Out var opnuð í embættisbústaðnum í París í gær. Sýningin var vel sótt af lykilfólki úr myndlistar- og menningargeiranum en hún er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Íslandsstofu og sendiskrifstofa Íslands víða um heim. Markmiðið er að kynna nýja kynslóð myndlistarmanna frá Íslandi en á hverjum stað er lögð sérstök áhersla á einn listamann úr hópnum.

Listamennirnir Arnar Ásgeirsson, Emma Heiðarsdóttir, Fritz Hendrik IV, Hildigunnur Birgisdóttir, Melanie Ubaldo, Styrmir Örn Guðmundsson og Una Björg Magnúsdóttir eiga verk á sýningunni. Í París var listamaðurinn Arnar Ásgeirsson í öndvegi en hann ásamt sýningarstjóranum Heiðari Kára Rannverssyni og Auði Jörundsdóttur, forstöðumanns myndlistarmiðstöðvar voru viðstödd opnunina. Sýningin sem kemst fyrir í tveimur ferðakössum var opnuð í 4. sinn í gær, en áður hafði hún verið sett upp í New York, Amsterdam og Helsinki.

Næstu útgáfur sýningarinnar verða settar upp í Osló og svo í Tókýó.
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 7
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 8
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 9
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 10
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 11
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 12
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 13

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics