Hoppa yfir valmynd

Drög að stefnu um rafíþróttir/rafleiki í opið samráð

Drög að fyrstu íslensku rafíþrótta- eða rafleikjastefnunni eru nú til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði starfshóp sem falið var að móta stefnu um hvernig efla megi umgjörð rafíþrótta hér á landi. Til slíkra teljast meðal annars skipulagðar keppnir í ýmiskonar tölvuleikjum. Færst hefur í vöxt að tölvuleikir séu spilaðir á sambærilegum forsendum og iðkun íþrótta, þ.e. að þátttakendur keppi sín á milli í liðum, stundi markvissar æfingar og hugi að samspili líkamlegar og andlegrar heilsu til að ná betri árangri.

„Þróun tölvuleikja er geysilega hröð og þátttaka í þeim stór þáttur í afþreyingu fólks á öllum aldri. Ég tel brýnt að við skoðum það umhverfi sem þegar hefur mótast um æfingar og mót í tölvuleikjum og mótum stefnu um næstu skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Í vinnu starfshópsins var áhersla lögð á forvarnargildi, lýðheilsu og virka þátttöku. Umsagnarfrestur við drögin er til 29. nóvember nk. Smelltu hér til að kynna þér málið í Samráðsgátt. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics