Hoppa yfir valmynd

Þórdís Kolbrún átti símafund með utanríkisráðherra Sádi-Arabíu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi í dag í síma við Faisal Bin Farhan Al Saud utanríkisráðherra Sádi-Arabíu um framboð Sáda til að hýsa heimssýninguna, World Expo, í Ríad árið 2030. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu óskaði eftir samtalinu.

Ráðherrarnir ræddu einnig önnur framboð ríkjanna á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars framboð Íslands til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir tímabilið 2025-2027. Þá var staða mannréttindamála í Sádi-Arabíu jafnframt til umræðu. „Í samtali mínu við utanríkisráðherra Sádi-Arabíu nefndi ég að  mannréttindi séu altæk réttindi, óháð landamærum, og þau séu réttur hvers einstaklings,“ segir Þórdís Kolbrún.

Tags

16. Friður og réttlæti

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics