Hoppa yfir valmynd

Fyrirframgreiðslur til eflingar kornræktar greiddar út

Samkvæmt tillögum um eflingu kornræktar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í mars sl. hafa verið greiddar út fyrirframgreiðslur til umsækjenda um jarðræktarstyrki.
Samtals fá 48 bú fyrirframgreiðslu sem samanlagt eru með 1.048 hektara lands í kornrækt. Greitt er á hektara kr. 9.946 eða 25% jarðræktarstyrks ársins 2022.

Tillögur um eflingu kornræktar voru unnar af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að áætlaður kostnaður við kornrækt á Íslandi sé sambærilegur við nágrannalönd. Að auki liggi helstu styrkleikar íslenskrar kornræktar í frjósöku og ódýru ræktarlandi, lágum raforku- og heitavatnskostnaði, og lágum kostnaði við varnarefni. Einnig benda niðurstöður til að nýting jarðvarma til að þurrka korn sé bæði raunhæfur og hagkvæmur kostur.

„Það er fagnaðarefni að sjá svo brýnt verkefni verða að veruleika“ sagði matvælaráðherra. „Íslendingar eiga góða möguleika á að efla innlenda kornrækt og þarft að stjórnvöld styðji þar við bændur. Þannig getum við komið til móts við kröfur samtímans um fæðuöryggi og sjálfbærni í matvælaframleiðslu“.

Næsta greiðsla vegna jarðræktarstyrkja verður greidd út í desember á þessu ári að lokinni úttekt á vegum búnaðarsambanda, sem annast úttekt fyrir hönd ráðuneytisins. Uppskera er forsenda fyrir greiðslu jarðræktarstyrks.


Tags

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
9. Nýsköpun og uppbygging
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

9. Nýsköpun og uppbygging

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics