Hoppa yfir valmynd

Frumsýning heimildarmyndar um íslenskt tónlistarhandrit frá miðöldum

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra hélt ávarp við frumsýningu myndarinnar "Le chant des origines - Le manuscrit grégorien d'Islande" - mynd
Fjölmenni var á frumsýningu heimildarmyndarinnar "Le chant des origines - Le manuscrit grégorien d'Islande" eftir Marie Arnaud og Jacques Debs.

Heimildarmyndin fjallar um íslenskt tónlistarhandrit frá miðöldum, tileinkað Þorláki helga og skráð á latínu af íslenskum munkum. Sverrir Guðjónsson kontratenór, Philippe Lenoble, fyrrverandi kórstjóri dómkirkjunnar í Mans og munkar Bénédictine reglunnar unnu saman að túlkun handritsins.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, hélt ávarp við frumsýningu myndarinnar sem haldin var í samstarfi við sendiráðið. Heimildarmyndin verður sýnd á næstu dögum í franska ríkissjónvarpinu. 
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics