Hoppa yfir valmynd

Malaví: Saumavél bjargaði fjölskyldunni

Arienne með saumavélina. Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson - mynd

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi settu ný­lega á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni í Rúanda og Mala­ví og bæt­ast þau við sam­bæri­legt verk­efni sem samtökin hafa starf­rækt í Eþí­óp­íu frá árinu 2018. Í Mala­ví er fjöl­skyldu­fefl­ing­in í ná­grenni barna­þorps­ins í Nga­bu og í þeim bæ syðst í Mala­ví er kom­in góð reynsla á slíkt verk­efni sem rek­ið var af SOS í Nor­egi.

Á ferð fulltrúa SOS til Mala­ví fyrr á ár­inu hitt­u þeir Ari­ann­es, fimm barna ein­stæða hús­móður, sem er ný­út­skrif­uð úr fjöl­skyldu­efl­ingu í Nga­bu. Fjöl­skyld­an var á mörk­um þess að leys­ast upp áður en fjöl­skyldu­efl­ing­in kom til sög­unn­ar.

 „Ég gat ekki séð fyr­ir börn­un­um og sent þau í skóla. Hér verð­ur reglu­lega upp­skeru­brest­ur og börn­in fengu stund­um að­eins eina mál­tíð á dag. Eitt barn­anna minna er fatl­að og átti sér­stak­lega erfitt því við átt­um ekki ör­ugg­an samastað,” seg­ir Ari­ann­es en með að­stoð fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar varð al­ger við­snún­ing­ur á lífi fjöl­skyld­unn­ar. 

 Ari­ann­es er hæfi­leika­rík sauma­kona og eft­ir að henni var hjálp­að að kaupa sauma­vél fór hún að afla tekna. Hún hafði loks efni á að kaupa mat og skóla­gögn fyr­ir börn­in og eign­að­ist eig­ið hús­næði.

Þessi smá­vægi­lega að­stoð er miklu stærri en hún virð­ist í fyrstu eins og Ari­ann­es út­skýr­ir. „Það sem fjöls­kyldu­efl­ing­in gerði fyr­ir okk­ur var að koma í veg fyr­ir að börn­in hætti í skóla, að þau myndu svelta og mjög lík­lega leið­ast út í vændi. Það eru því mið­ur ör­lög margra barna hér á þessu svæði,” seg­ir Ari­ann­es en með­al af­leið­inga vænd­is er mik­il út­breiðsla HIV til­fella með til­heyr­andi dauðs­föll­um og eft­ir standa mun­að­ar­laus börn.

Char­les Mt­hengomwacha, verk­efn­is­stjóri fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar sem SOS á Ís­landi rek­ur skammt frá, und­ir­strik­ar hversu stórt þetta vanda­mál er. „Að­eins hér á Nga­bu svæð­inu eru 13.500 börn í raun­veru­legri hættu á að verða mun­að­ar­laus."

Ari­ann­es vildi að lok­um koma á fram­færi þakk­læti til Ís­lend­inga sem styðja við fjöl­skyldu­efl­ing­una. Hún lít­ur nú björt­um aug­um til fram­tíð­ar. „Ég finn mik­ið ör­yggi í því að búa í eig­in hús­næði og ég afla tekna með sauma­mennsk­unni. Börn­in fá að borða og þau sækja skóla.”

Heimild: Vefur SOS Barnaþorpanna

Tags

4. Menntun fyrir öll
8. Góð atvinna og hagvöxtur
17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

8. Góð atvinna og hagvöxtur

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics