Hoppa yfir valmynd

Til hamingju sviðslistir!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar - myndOwen Fiene

Sviðslistir eru nú komnar með sína eigin miðstöð líkt og aðrar listgreinar til hamingju,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi sínu við formlega opnun Sviðslistarmiðstöðvar á þriðjudag. 

Sviðslistamiðstöð Íslands tók til starfa fyrr á þessu ári og er stofnuð af öllum helstu hagaðilum innan sviðslista á Íslandi. Miðstöðin er rekin með stuðningi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Sviðslistamiðstöð Íslands gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir, auka sýnileika þeirra og hróður innan lands sem utan, og skapa sóknarfæri fyrir greinina.

Af þessu tilefni undirrituðu ráðherra og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar, einnig styrktarsamning ráðuneytisins og miðstöðvarinnar.

„Það er mikil gróska í umhverfi sviðslista og framtíðin er björt. Við gleðjumst hér yfir nýrri Sviðslistamiðstöð sem mun veita sviðslistafólki margs konar stuðning,“ sagði ráðherra.

Opnun Sviðslistamiðstöðvar var ein af fyrstu aðgerðum sem lokið var á verkefnalista ráðherra fyrir 100 fyrstu starfsdaga nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis.

Tags

17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics