Hoppa yfir valmynd

Ísland styður fjögur jafnréttisverkefni í Malaví

Fulltrúar sendiráðsins og samstarfsaðila að jafnréttisverkefnunum.  - mynd

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefur fjórum samstarfsverkefnum á sviði jafnréttismála verið hrundið af stað. Þau snúa að heildstæðum stuðningi til að fyrirbyggja og uppræta kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni. Verkefnin verða unnin í samvinnu við jafnréttisráðuneyti Malaví, Mannréttindastofnun Malaví, héraðsyfirvöld í samstarfshéruðum Íslands og með ákveðnum malavískum frjálsum félagasamtökum.

„Sendiráð Íslands í Malaví hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á verkefni er snúa að jafnréttismálum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands. „Jafnréttislög, sem samþykkt voru á þingi í Malaví árið 2013, kveða meðal annars á um jafnan rétt kynjanna, afnám mismununar og kynbundins ofbeldis. Lögin voru mikið framfaraskref en þrátt fyrir það er staða kvenna í landinu bág, og kynbundið ofbeldi útbreitt vandamál. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins situr Malaví ítrekað í einu af neðstu fimmtán sætum listans, sem Ísland hefur verið efst á listanum síðastliðin þrettán ár.

Verkefnið með jafnréttisráðuneytinu felur í sér stuðning við að ljúka vinnu við nýja jafnréttisáætlun og kynna hana á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi og samstarfið við Mannréttindastofnun Malaví lítur að stuðningi við rannsóknir ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni.

„Með aukinni áherslu sendiráðsins á jafnréttisverkefni hefur skapast samstarfsvettvangur þar sem opinberir aðilar, öflug staðbundin og alþjóðleg félagasamtök ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna sinna jafnréttisverkefnum með stuðningi Íslands á landsvísu, með áherslu á samstarfshéruðin. Þessi vettvangur skapar tækifæri fyrir ólíka framkvæmdaaðila til þess að samhæfa vinnu sína eins og með reglulegum samráðsfundum,“ segir Inga Dóra.

Tags

5. Jafnrétti kynjanna

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics