Hoppa yfir valmynd

Land og skógur tók á móti matvælaráðherra

F.v. Gústav M. Ásbjörnsson sviðsstjóri, Ása Þórhildur Þórðardóttir skrifstofustjóri, Brynjar Skúlason sviðsstjóri, Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri, Bjarki Hjörleifsson aðstoðarmaður ráðherra, Ágúst Sigurðsson forstöðumaður, Bryndís Marteinsdóttir sviðsstjóri, Björn Helgi Barkarson skrifstofustjóri, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Elín Fríða Sigurðardóttir sviðsstjóri, Birkir Snær Fannarsson lögfræðingur og Hreinn Óskarsson sviðsstjóri.  - myndDL

Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, tók ásamt sérfræðingum stofnunarinnar á móti Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur í Gunnarsholti nýverið á ferð ráðherra um Suðurland.

Í heimsókn sinni fékk ráðherra kynningu á starfsemi og sögu stofnunarinnar en Land og skógur varð til 1, janúar sl. við sameiningu stofnana Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits-, og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Meginmarkmið stofnunarinnar eru þannig að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar, vakta landnýtingu, stuðla að bindingu kolefnis og virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila um gróður- og jarðvegsvernd, sjálfbæra nýtingu lands, uppbyggingu og endurheimt vistkerfa, skóga og skógrækt.

Starfsemin byggist á margvíslegu innlendu og alþjóðlegu samstarfi og hefur víðtæk tengsl við ýmsar stefnur, áætlanir og alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar einkum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála. Stofnunin starfar í samræmi við hina opinberu stefnu og framtíðarsýn í landgræðslu og skógrækt - Land og líf, landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt. Stofnunin rekur 18 starfstöðvar víðsvegar um landið og hefur umsjón með þjóðskógum, löndum og landgræðslusvæðum.

„Sjálfbær uppbygging og nýting lands er eitt stærstu málum okkar samtíma“, sagði matvælaráðherra. „Öflug þekkingarstofnun á borð við Land og skóg spilar lykilhlutverk til að við megum skila landinu í sem bestu ástandi til komandi kynslóða“

 


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics