Hoppa yfir valmynd

Kynning á nýútgefnum verkum Sigríðar Hagalín Björnsdóttur og Jóns Kalmans Stefánssonar

Jón Kalman Stefánsson, Eric Boury, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Unnur Orradóttir Ramette - mynd

Óhætt er að fullyrða að mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og hefur þessi frábæri árangur vakið athygli franskra fjölmiðla.

Nú í byrjun árs koma út sex nýjar íslenskar bækur í franskri þýðingu, þar á meðal skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Eldarnir – Ástin og aðrar hamfarir, og Guli kafbáturinn eftir Jón Kalman Stefánsson.

Að því tilefni stóð sendiráðið fyrir vel heppnaðri móttöku í samstarfi við bókaútgefendur Sigríðar Hagalín og Jóns Kalmans, þar sem lykilfóki í bókmenntageiranum gafst kostur á að kynnast rithöfundunum betur.

Eldarnir – Ástin og aðrar hamfarir er þriðja bók Sigríðar sem kemur út á frönsku og Guli kafbáturinn er 9. verk Jóns Kalmans sem gefið er út á franskri tungu. Báðar bækurnar eru þýddar af Eric Boury. Verk Jóns Kalmans hafa notið einstakrar velgengni í Frakklandi og unnið til virtra verðlauna.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 7
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 8

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics