Hoppa yfir valmynd

Vefur verkefnisstjórnar rammaáætlunar fær nýtt útlit

Vefur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, www.ramma.is, hefur verið uppfærður og fengið nýtt útlit. Breytingunum er ætlað að auðvelda aðgengi að lykilupplýsingum um gildandi rammaáætlun, virkjunarkosti í áætluninni og störf verkefnisstjórnar.

Rammaáætlun er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Henni er ætlað að stuðla að því að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi. Í áætluninni er leitast við að taka tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta sem og hagsmuna þeirra sem nýta þessi gæði.

Að því er fram kemur í frétt á ramma.is er von á frekari breytingum á vefnum innan tíðar og eru notendur vefsins hvattir til að koma ábendingum og endurgjöf á framfæri í gegnum vefinn.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics