Hoppa yfir valmynd

Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, Kristján Andri Stefánsson sendiherra, og Sigurður Á. Þráinsson deildarstjóri á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu afhentu í höfuðstöðvum UNESCO í dag umsókn Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO.

Á myndinni eru auk Kristjáns Andra og Sigurðar forstöðumaður heimsminjaskrifstofu UNESCO dr. Mechthild Rössler og starfsmaður hennar Alessandro Balsamo sem veittu tilnefningunni viðtöku.

Sjá frekari upplýsingar um Heimsminjaskrifstofu á www.heimsminjar.is

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics