Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs í Alsír

Kristján Andri Stefánsson afhenti í morgun Abdelkader Messahel utanríkisráðherra afrit trúnaðarbréfs síns sem sendiherra Íslands í Alsír með aðsetur í París.
 
Á fundi hans með ráðherranum í Algeirsborg ræddu þeir möguleika á að styrkja tvíhliða samskipti ríkjanna, bæði á sviði viðskipta og m.t.t. jarðhitanýtingar, áherslur Íslands í þróunaraðstoð í Afríku, þróun markaða þar og samstarfsmöguleika á alþjóðlegum vettvangi, s.s. innan UNESCO og á vettvangi Afríkusambandsins.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics