Aðalfundur félagsins France-Islande
Aðalfundur félagsins France-Islande fór fram í sendiherrabústaðnum í París laugardaginn 27. janúar og var hann vel sóttur. Farið var yfir starfsemi félagsins og ný stjórn kjörin. Að fundi loknum var viðstöddum boðið að gæða sér á íslensku hnossgæti framreiddu af meistarakokkinum Friðriki Sigurðssyni, sem vakti mikla lukku Íslandsvinanna.
Félagið France-Islande var stofnað árið 1984 og gefur m.a. út árfjórðungsritið Courrier d'Islande (Póstur frá Íslandi) og miðlar upplýsingum um Ísland og íslenska menningarviðburði í Frakklandi til félagsmanna.