Hoppa yfir valmynd

Breyting á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðaherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurðar. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa.

Þannig verður gert mögulegt að forða frá niðurskurði þeim hluta hjarðarinnar sem ber verndandi arfgerð gegn riðu. Breytingunni er ætlað að minnka þann skaða sem sauðfjárbændur og þeirra nærsamfélag verða fyrir þegar riða greinist og flýta jafnframt fyrir ræktun á fjárstofni sem ber verndandi arfgerð gegn riðu.

Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics