Hoppa yfir valmynd

Forsætisráðherra heimsótti í dag ýmis fyrirtæki í sveitarfélaginu Ölfusi og átti fund með fulltrúum bæjarstjórnar sveitarfélagsins

Forsætisráðherra heimsótti frumkvöðlafyrirtækið Algeainnovation sem er að hefja umhverfisvæna ræktun á smáþörungum með endunýttri orku frá Hellisheiðarvirkjun. Þá var vatnsverksmiðja Icelandic glacial skoðuð en verksmiðjan vinnur vatn úr sjálfrennandi lind til útflutnings og á heimamarkað.

Seiðaeldisstöð Laxa sem framleiðir lax allt frá klaki til slátrunar var heimsótt en fyrirtækið rekur tvær seiðaeldisstöðvar að Bakka og Fiskalóni í Ölfusi auk þess sem landstöð er starfrækt í Þorlákshöfn. Loks var Hafnarnes Ver sótt heim en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu á Sæbjúgum og er dæmi um nýsköpun tengda sjávarútvegi. Öll sæbjúgnaframleiðslan er þurrkuð og send til Kína. Á fundi með fulltrúum bæjarstjórnar var farið yfir málefni sveitarfélagsins og tækifærin sem felast í matvælaframleiðslu og umhverfismálum.
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics