Hoppa yfir valmynd

Matvælaþing 2023 hefst á morgun

Matvælaþing 2023 hefst á morgun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra opnar Matvælaþing 2023 í Hörpu á morgun, 15. nóvember.

Hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040, er meginviðfangsefni þingsins sem er nú haldið í annað sinn.

Á þinginu myndast vettvangur fyrir samræðu milli neytenda, stjórnvalda og framleiðenda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Þær fjölmörgu og ólíku starfsgreinar sem koma að framleiðslu vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi koma saman undir einu þaki á þinginu.

Gestafyrirlesararnir Ladeja Godina Košir frá Circular Change samtökunum í Slóveníu og Anne Pøhl Enevoldsen frá dönsku matvælastofnuninni munu flytja erindi um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu.

Frá Matvælaþingi 2022.

Einnig verða haldnir örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni s.s. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu.

Ari Eldjárn mun einnig stíga á stokk á þinginu og fjalla á sinn hátt um hringrásarhagkerfið og þær áskoranir sem þar blasa við okkur í daglegu lífi.

Matvælaþing er opið öllum þeim sem taka vilja þátt í samtali um stöðu matvælaframleiðslu í hringrásarhagkerfinu.

Húsið opnar kl. 08.45 og stendur þingið til 15.45.

Tags

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka
6. Hreint vatn og hreint
2. Ekkert hungur

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

14. Líf í vatni

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

9. Nýsköpun og uppbygging

8. Góð atvinna og hagvöxtur

7. Sjálfbær orka

6. Hreint vatn og hreint

2. Ekkert hungur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics