Hoppa yfir valmynd

Nýr kjörræðismaður Íslands í Caen

Alexandra Le Breton er nýr kjörræðismaður Íslands í Caen - mynd
Alexandra Le Breton tók í síðustu viku formlega við stöðu kjörræðismanns Íslands í Caen. Eitt mikilvægasta hlutverk kjörræðismanna er að gæta hagsmuna Íslands og íslenskra ríkisborgara og að stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti. Menningartengsl Íslands og Normandí héraðs hafa í gegnum tíðina verið mikil og tekur Alexandra við góðu búi af Steinunni Le Breton sem starfaði sem ræðismaður Íslands í Caen í um aldarfjórðung. Skrifstofa kjörræðismannsins verður til húsa á bókasafninu Alexis de Tocqueville í miðbæ Caen.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics