Hoppa yfir valmynd

Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

Áherslur, leiðir og framkvæmd framhaldsfræðslu eru sífellt til skoðunar meðal þeirra sem tengjast framhaldsfræðslukerfinu, t.d. í Fræðslusjóði, í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem undirbýr nú gerð frumvarps um nám fullorðinna. Síðustu mánuði hafa starfsmenn og stjórn FA unnið að stefnumótun fyrir FA og þar hefur verið rætt um aukin tengsl við fyrirtækjamarkaðinn og hvernig FA tekst á við það hlutverk.

Umræða um aukna starfshæfni á vinnustöðum má meðal annars rekja til vaxandi áhuga í Evrópu, líkt og sjá má í stefnumörkuninni Upskilling Pathways sem gerir ráð fyrir öflugri fræðslu innan fyrirtækja. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er nýstofnað verkefni, vistað hjá FA, þar sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið styrkir skipulag fræðslu og verkfærasmíð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þar er áherslan á að ná til stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja og gera þeim kleift að auka hæfni starfsmanna í greininni. Þá er í nýrri skýrslu á vegum NVL (Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna) um hæfni í atvinnulífinu velt upp ýmsum atriðum um hvernig megi auka hana. Einnig má nefna að raunfærnimat móti viðmiðum atvinnulífsins er í umræðu hjá aðilum vinnumarkaðarins.

Þessi og skyld málefni eru á dagskrá málþingsins og verður gert ráð fyrir góðum tíma í umræður.

Málþingið er haldið á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fræðslusjóðs 7. september kl. 13 - 16.15 og fer fram í Nauthól í Reykjavík.

Dagsetning: 7. sept. kl. 13-16.15

Staður: Nauthóll, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík

Skráning

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics