Hoppa yfir valmynd

Barnamenningarnótt í sendiráðinu

Þann 15. mars mun sendiráðið í samstarfi við skrifstofu Norrænu Ráðherranefndarinnar halda upp á "Den lille Kulturnat" í anddyri sendiráðsins. Barnamenningarnótt eða Den lille Kulturnat, er hluti af Menningarnótt sem haldin hefur verið í Kaupmannahöfn í 26 ár. Í ár er sú nýbreytni að haldin verður sérstök barnamenningarnótt í mars. Það land sem er í forystu Norrænu Ráðherranefndarinnar hverju sinni fær heiðursess hvað varðar dagskrá hátíðarinnar, og þar af leiðandi er Den lille Kulturnat haldin í sendiráðinu.

Leikkonan Sofie Østergård, sem er flestum kunn af barnasjónvarspstöðinni Ramasjang, mun koma og lesa uppúr skáldsögunni Mamma klikk, (Skøre mor) eftir Gunnar Helgason. Þá mun einnig gefast tækifæri á að klappa íslenskum hestum og að sjálfsögðu verður boðið upp á alíslenskar pönnukökur. Einnig verður boðið upp á fiskibeinaföndur fyrir frjóa fingur. Nú er tækifærið að líta við með börnin, barnabörnin eða hreinlega leyfa barninu í okkur sjálfum að njóta sín. 

 

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics