Hoppa yfir valmynd

Kynning á verkum listafólksins Huldu Rósar Guðnadóttur og Joseph Marzolla

Kynning á verkum listafólksins Huldu Rósar Guðnadóttur og Joseph Marzolla “Experiencing the world Arctic-ly” var haldin í embættisbústaðnum í París síðastliðinn mánudag.

Hreyfing og tími í vistfræðilegu samhengi er aðalþemað í listrænni vinnu listamannanna Huldu Rósar og Joseph Marzolla og nýta þau sér helst kvikmyndalist sem tjáningarform. Hulda hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir kvikmyndalist og myndlist og verk hennar hafa verið sýnd víðs vegar um heim. Joseph hefur flakkað um heiminn fótgangandi síðastliðinn 10 ár sem hluti af stærri listgjörningi og vitundarvakningu. Síðasta sumar lá leið hans til Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum listasýningum á ferlinum og m.a. sýnt verk sín á Íslandi.

Borðhaldið var hluti af listrænum gjörningi og tengslamyndarstarfi sendiráðsins í tilefni af listamessunni Paris+ by Art Basel, unnum í samstarfi við kokkinn Marie Chemorin en borðskreytingar og réttir kvöldsins voru innblásin af náttúru Íslands.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics