Hoppa yfir valmynd

Tækniframfarir nýtast menntakerfinu

Sævar Kristinsson frá KPMG, Eyjólfur Eyjólfsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Tryggvi Thayer frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Karl Friðriksson frá NÍ og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands ásamt mennta- og menningarmálaráðherra.  - mynd
Viðhorf skólafólks til nýjunga á menntasviði og hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir framvindu náms og þekkingaruppbyggingu hér á landi eru kortlögð í könnun sem gerð var að frumkvæði Framtíðarseturs Íslands. Könnunin var gerð meðal kennara, skólastjórnenda á grunn- og framhaldsskólastigi og sveitastjórnarfólks og unnin í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og KPMG. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fékk kynningu á niðurstöðum könnunarinnar frá forsvarsmönnum hennar:

„Þetta er fróðleg samantekt sem staðfestir margt sem við erum þegar farin að huga að, til dæmis í samhengi við betra samspil menntakerfisins og atvinnulífsins. Menntakerfið er hreyfiafl og þegar horft er til áhrifamestu breytingaaflann að mati svarenda í þessari könnun nefna flestir gagnrýna hugsun, sköpun, verkefnamiðað nám, hugverkavernd og faglega forystu. Þessir þættir koma meðal annars inn í nýja menntastefnu til ársins 2030,“ segir mennta- og menningarmálaráðherra, „Örar breytingar kalla á símenntun og öflugt þróunar- og nýsköpunarsamstarf en þegar má finna fjölmörg dæmi um spennandi verkefni á því sviði í íslenskum skólum.“

Tags

4. Menntun fyrir öll
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

9. Nýsköpun og uppbygging

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics